Vínskóli Tíu Sopa

Hélstu að þú kynnir að drekka? Líttu þér nær!

“Vínnámskeiðin okkar eru full af fróðleik, opnum flöskum og heví skemmtilegum kennurum sem hafa drukkið í sig þekkingu á vínum í gegnum tíðina og ætla að ausa úr þeim viskubrunni sínum yfir nemendur og ljóstra upp leyndardómum léttvína fyrir alla.”

Námskeiðin okkar

Kennararnir okkar

Ólafur Örn Ólafsson

Vínþjónn og kokkur, annar tveggja til að opna DILL restaurant í Norræna húsinu og koma því á koppinn. Upp á síðkastið hefur hann starfað við sjónvarpsþáttagerð fyrir Skot productions og Sjónvarp símans með þættina Kokkaflakk og Það er kominn matur.  Ólafur er enginn nýgræðingur í vínskólum en hann bjó til Vínskóla Ölgerðarinnar fyrir nokkrum árum.

Ragnar Eiríksson

Kokkur og vínþjónn sem var fyrstur íslendinga til að vera verðlaunaður með Michelin stjörnu. Hann bjó lengi í danmörku og vann á stöðum eins og The Paul, Henne Kirkeby kro og NOMA. Ragnar hefur verið í fararbroddi í því að koma náttúruvínum á koppinn hér á landi og hefur marga fjöruna sopið.

Vín 101

Fróðlegt og bragðgott hópanámskeið í léttu andrúmslofti

1,5 - 2 klst námskeið fyrir 8-12

Flest þekkjum við vínsnobbarann sem er til á flestum vinnustöðum og vinahópum. Með þessu námskeiði fær hópurinn meira umburðarlyndi fyrir vín bezzervisserum þar sem þetta er fyrsta skrefið í að verða vínbezzervisser sjálf, ef það er það sem fólk vill. Ef metnaðurinn leitar annað, þá er þetta bæði fróðlegt og bragðgott námskeið sem gerir okkur öll að betri manneskjum. Við á Vínstúkunni tíu sopum vitum eitt og annað og þá einna helst um það sem viðkemur léttvíni. Þeim sem sækja þetta námskeið gefst því einstakt tækifæri til að dreypa af okkar viskubrunni.


Fróðlegt námskeið fyrir allskonar hópa sem vilja eiga skemmtilega kvöldstund í léttu andrúmslofti. Við smökkum nokkur ólík vín og bjóðum létt barsnarl með. Auk þess er hægt að kaupa vínvæna smárétti úr eldhúsi Tíu sopa eftir útskrift.


Þetta námskeið er fyrir fólk sem hefur áhuga á að vita meira um léttvín almennt. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur, og líka þau sem hafa eihverja þekkingu fyrir og vill auka við hana.  Og  auðvitað líka þau sem kannski vilja bara finna smá á sér.

Námskeiðslýsing:

  • Fordrykkur.
  • Hvað er vín og hvaðan kemur það?
  • Saga víngerðar frá gamla heiminum til þess nýja og allt þar á milli.
  • Terroir - hvað er það og hvernig hefur það áhrif á bragðeiginleika víns.
  • Hvað þýðir Chardonnay eða Cabernet Sauvignon - mismunandi þrúgutegundir útskýrðar.
  • Hvernig finn ég besta vínið á vínseðlum veitingahúsa?
  • Hvernig er vín smakkað, sýnikennsla.
  • Vínsmökkun, námskeiðið felur í sér smökkun á a.m.k 7 vínum sem eru hin eiginlegu námsgögn, fylgja námsefninu allan tímann í gegnum námskeiðið.
  • Spurt og svarað - kennarar vínskólans eru hoknir af reynslu og hafa marga fjöruna sopið og svara eftir bestu vitund öllum þeim spurningum sem upp koma.


Verð á mann 10.900,- námsgögn fylgja með.


BÓKA

Hvað er náttúruvín?

Upplýsandi námskeið fyrir hópa sem vilja vera með á nótunum

2 klst. námskeið fyrir 8-12 manns

Á undanförnum árum hefur fólk orðið vart við að heyra hugtakið náttúruvín og alltaf birtast okkur fleiri vín sem bera þennan, nokkuð umdeilda, titil. Nú er hægt að finna nokkuð úrval af þessum lífrænt ræktuðu og bíódýnamísku vínum hér á landi, bæði í Vínbúðinni og á veitingahúsum og börum. Við á Vínstúkunni tíu sopum höfum tekið að okkur það óeigingjarna starf að stúdera þessi vín nokkuð vel og á þessu námskeiði hyggjumst við ausa yfir nemendur úr viskubrunni okkar og saman munum við svo smakka nokkur mjög ólík vín og bera saman bækur okkar um þau. 


Þetta er námskeið fyrir fólk sem er forvitið um það sem er nýtt að finna í hinum óendanlega heimi léttvíns og hefur heyrt talað um hugtakið náttúruvín en aldrei þorað að spyrja. Þetta er ekki síður námskeið fyrir þau sem komin eru á náttúruvínsvagninn og langar til að taka þátt í leiðbeindu vínsmakki með góðum vínum og vinum. 



Námskeiðið felur í sér smökkun á nokkrum vínum sem eru hin eiginlegu námsgögn auk þess sem boðið er upp á létt barsnarl.  Auk þess er hægt að kaupa vínvæna smárétti úr eldhúsi Tíu sopa eftir útskrift.

Efni námskeiðsins er í stórum dráttum:

  • Fordrykkur.
  • Hvað er vín og hvaðan kemur það?
  • Saga víngerðar frá gamla heiminum og til hins nýja og allt þar á milli.
  • Saga nútíma náttúruvíngerðar og umhverfismeðvitaðrar víngerðar.
  • Hvað er lífrænt vín? Hvað er bíódýnamískt vín?
  • Náttúruvín - yfirlit yfir vín sem gerð eru með lágmarks inngripi.
  • Hvenig er vín smakkað?
  • Sýnikennsla með vínsmökkun á a.m.k 7 vínum.
  • Spurt og svarað  - Kennarar Vínskólans tíu sopa eru hoknir af reynslu og hafa marga fjöruna sopið og svara eftir bestu vitund öllum þeim spurningum sem upp koma.


Verð á mann 10.900,- námsgögn fylgja með.


BÓKA

Froðudiskó

Allt um freyðandi vín

1,5 - 2 klst námskeið fyrir 8-12

Það er ekki allt freyðivín kampavín þó vissulega sé allt kampavín freyðivín. Freyðandi vín eiga sér langa og mjög áhugaverða sögu. Við förum í gegnum hana alla á þessu námskeiði til þess að nemendur geti útskrifast með þá vitneskju sem þarf til að geta valið sér freyðandi vín við sem flest tækifæri. Þetta er námskeið fyrir þau okkar sem elska að gera sér glaðan dag, eða jafnvel bara að gera hversdaginn nokkuð bærilegri með búbblum.  Við smökkum marga mismunandi stíla og liti af freyðandi vínum frá mörgum mismunandi svæðum í heiminum og berum saman.  Þetta nám er upplagt fyrir þau sem vilja þekkja muninn á kampavíni, Prosecco og Cava og geta slegið um sig á tyllidögum. 

Námskeiðslýsing:

  • Fordrykkur.
  • Hvað er vín og hvaðan kemur það?
  • Hvar var freyðivín fyrst gert?
  • Hvenær er freyðivín kampavín og afhverju?
  • Hver er munurinn á Cava og Prosecco.
  • Hvernig er vín smakkað - Sýnikennsla .
  • Vínsmökkun - Námskeiðið felur í sér smökkun á a.m.k. 7 vínum sem í eru hin eiginlegu námsgögn fylgja námsefninu allan tímann í gegnum námskeiðið.
  • Spurt og svarað  - Kennarar Vínskólans tíu sopa eru hoknir af reynslu og hafa marga fjöruna sopið og svara eftir bestu vitund öllum þeim spurningum sem upp koma.


Verð á mann 12.900,- námsgögn fylgja með.


BÓKA
Share by: